Starfsmenn Toyota spila badminton

Toyota á Íslandi er einn af samstarfsaðilum Badmintonsambands Íslands. Markaðsdeild fyrirtækisins var með íþróttadag um helgina þar sem meðal annars var farið í badminton í TBR-húsinu. Ólympíufarinn og Íslandsmeistarinn Ragna Ingólfsdóttir mætti á svæðið og leiðbeindi hópnum við góðar undirtektir. Markaðsstjóri fyrirtækisins Kristinn Gústaf Bjarnason spilaði einliðaleik við Rögnu. Hann náði að koma boltanum einu sinni í gólfið hjá Rögnu sem lét hann heldur betur fá góða hreyfingu út úr leiknum. Meðfylgjandi mynd var tekin í TBR-húsinu um helgina. Heimasíða Toyota á Íslandi er www.toyota.is.

 

Íþróttadagur Toyota. Ragna Ingólfsdóttir leiðbeinti markaðsdeild Toyota í badminton. Kristinn Gústaf Bjarnason markaðsstjóri og aðrir starfsmenn voru ánægðir með daginn.

 

Skrifað 5. maí, 2008
ALS