Ársþing BSÍ á morgun

Á morgun, laugardaginn 3.maí, fer ársþing Badmintonsambands Íslands fram í Íþróttamiðstöðinni við Laugardal. Badmintonþingið fer með æðsta vald í málefnum Badmintonsambands Íslands. Fulltrúar allra héraðssambanda og íþróttabandalaga þar sem stundað er badminton hafa rétt til setu á þinginu. Fulltrúafjöldi hvers aðila fer eftir tölu virkra iðkenda badmintons.

Þingið á morgun hefst kl. 10.00 og má reikna með að því ljúki um kl. 13. Í þinghléi mun sviðsstjóri Afrekssviðs Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, Andri Stefánsson, vera með kynningu á Ólympíuleikunum sem fram fara í Peking í sumar. Þá munu vinningshafar á Stjörnumótaröðinni fá afhendar viðurkenningar.

Smellið hér til að finna dagskrá badmintonþings 2008.

Skrifað 2. maí, 2008
ALS