Helgi ■refaldur Ý Hafnarfir­i

Síðasta mótið á Stjörnumótaröð BSÍ veturinn 2007-2008, Meistaramót BH, fór fram í Íþróttahúsinu við Strandgötu um helgina.

Íslandsmeistarinn Helgi Jóhannesson varð þrefaldur meistari á mótinu en ásamt því að sigra í einliðaleik sigraði hann í tvíliðaleik ásamt Daníel Thomsen og tvenndarleik ásamt Tinnu Helgadóttur. Í meistaraflokki kvenna var Katrín Atladóttir atkvæðamest en hún sigraði í einliðaleik og tvíliðaleik ásamt Vigdísi Ásgeirsdóttur. Smellið hér til að skoða úrslit helgarinnar.

Sigurvegararnir um helgina fengu skemmtileg aukaverðlaun frá styrkaraðilum Badmintonfélags Hafnarfjarðar eins og t.d. Gjafabréf á Grillið á Hótel Sögu, Eldhúsáhöld frá Bræðrunum Ormsson, fatnað frá ZO-ON og bíómiða frá BYR og Sambíóunum.

Eftir mótið var haldin grillveisla fyrir badmintonáhugafólk. Hörður Þorsteinsson, formaður BH, stóð í ströngu við grillið og eldaði ofan í um fimmtíu svanga badmintonmenn og konur. Myndir frá mótinu munu fljótlega vera settar inná heimasíðu Badmintonfélags Hafnarfjarðar.

Skrifa­ 28. aprÝl, 2008
ALS