Badmintontímabilinu lýkur í dag

Í dag lýkur badmintontímabilinu 2007-2008 á Íslandi. Síðasta mót vetrarins fer fram í Íþróttahúsinu við Strandgötu en það hófst í gær á nokkrum umferðum í einliðaleik. Mótið heldur áfram í dag laugardag og hefst keppni kl. 10.00. Smellið hér til að skoða niðurröðun og tímasetningar Meistaramóts Badmintonfélags Hafnarfjarðar. Úrslitaleikir í meistaraflokki hefjast kl. 16.30 og verður leikinn einn leikur í einu. Að móti loknu eða um kl. 19.00 verður grillveisla í íþróttahúsinu sem er opin öllu badmintonáhugafólki. Aðgangur er kr. 1500 og þarf að skrá sig hjá mótsstjórn fyrir kl. 11 í dag.
Skrifađ 26. apríl, 2008
ALS