Katrín og Magnús Ingi međ forystu á Stjörnumótaröđinni

Stjörnumótaröðin í badminton 2007-2008 hefur verið í gangi síðan í september. Níunda og síðasta mót mótaraðarinnar fer fram í Hafnarfirði um næstu helgi.

Fyrir síðasta mótið eru þau Katrín Atladóttir og Magnús Ingi Helgason með forystu í meistaraflokki. Tinna Helgadóttir og Atli Jóhannesson eru í öðru sæti með örlítið færri stig og því möguleika á að komast í efsta sætið.

Í A-flokki eru það Kjartan Ágúst Valsson og Una Harðardóttir sem eru í efstu sætunum. Róbert Þór Henn og Rakel Jóhannesdóttir eru þó skammt undan og eiga möguleika á komast í efsta sætið um helgina.

Smellið hér til að skoða nánari upplýsingar um Stjörnumótaröðina í badminton.

Skrifađ 22. apríl, 2008
ALS