Ţrír Evrópumeistaratitlar til Danmerkur

Evrópumótinu í badminton lauk í Herning í Danmörku í dag. Gestgjafarnir Danir voru einkar sigursælir á mótinu og unnu þrjá Evrópumeistaratitla af fimm.

Í einliðaleik karla sigraði Daninn Kenneth Jonassen en í einliðaleik kvenna sigraði kínverskt ættaði Þjóðverjinn Xu Huaiwen. Í tvíliðaleik karla urðu Evrópumeistarar Lars Paaske og Jonas Rasmussen frá Danmörku en í tvíliðaleik kvenna voru það landar þeirra Kamilla Rytter Juhl og Lena Frier Kristiansen sem fóru með sigur af hólmi. Tvenndarleikurinn var eini úrslitaleikur Evrópumótsins þar sem Danir tóku ekki þátt en þar sigruðu Englendingarnir Donna Kellogg og Anthony Clark.

Nánar um úrslit leikjanna má finna með því að smella hér. Meiri umfjöllun um Evrópumótið má finna á heimasíðu mótsins og heimasíðu Badmintonsambands Evrópu.

Skrifađ 20. apríl, 2008
ALS