Danir sigursćlir á EM

Undanúrslit Evrópumótsins í badminton voru leikin í dag í Herning í Danmörku. Dönsku leikmennirnir léku í sex undanúrslitaleikjum af níu. Fimm af leikjunum sex unnust hjá Dönum og leika þeir því til úrslita í öllum greinum nema einni, tvenndarleik.

Til úrslita í tvenndarleik leika Robert Mateusiak og Nadiezda Kostiuczyk frá Póllandi gegn enska parinu Antony Clark og Donna Kellogg. Pólverjarnir unnu óvænt efsta par Evrópu á heimslistanum Gail Emms og Nathan Robertsson frá Englandi.

Tvíliðaleikur karla verður al danskur en þar mætast Lars Paaske og Jonas Rasmussen löndum sínum Jens Eriksen og Martin Lundgaard Hansen. Þeir Jens og Martin hafa titil að verja en þeir urðu Evrópumeistarar 2006.

Í tvíliðaleik kvenna mæta Kamilla Rytter Juhl og Lena Frier Kristiansen frá Danmörku Gail Emms og Donna Kellogg frá Englandi. Ensku stúlkurnar eru núverandi Evrópumeistarar en danska parið tapaði í undanúrslitum á síðasta Evrópumóti.

Einliðaleikur karla er al danskur líkt og tvíliðaleikurinn en þar mætast þeir Kenneth Jonassen og Joachim Persson. Evrópumeistarinn 2006, Daninn Peter Gade, gat ekki verið með í mótinu í ár vegna meiðsla og því verður krýndur nýr Evrópumeistari í einliðaleik karla í ár.

Í einliðaleik kvenna mætast þær Tine Rasmussen frá Danmörku og Huaiwen Xu frá Þýskalandi. Huaiwen Xu er núverandi Evrópumeistari í einliðaleik kvenna og hefur því titil að verja.

Smellið hér til að fylgjast með gangi mála á Evrópumótinu. Úrslitaleikirnir hefjast kl. 10.00 að íslenskum tíma á morgun sunnudag og er hægt að fylgjast með gangi mála beint á netinu.

Skrifađ 19. apríl, 2008
ALS