Evrópumótiđ - dagskrá dagsins

Annar dagur einstaklingskeppni Evrópumótsins í badminton fer fram í dag. Íslenska landsliðið verður í víglínunni eftir frábæran árangur í fyrstu umferðunum í gær. Keppni hefst kl. 7.00 í dag og má búast við að henni ljúki um kl. 20.00. Fyrsti leikur íslenska liðsins er kl. 7.40 en þá leika þau Helgi Jóhannesson og Tinna Helgadóttir í 16 liða úrslitum í tvenndarleik. Það fer eftir gangi mála fyrri part dags hversu langt fram á kvöld íslensku leikmennirnir leika.

Eftirfarandi er listi yfir leiki þeirra í dag.

Kl. 7.40 Helgi Jóhannesson og Tinna Helgadóttir mæta ensk/skosku pari í tvenndarleik
kl. 8.40 Ragna Ingólfsdóttir mætir Sarah Walker frá Englandi
kl. 9.20 Tinna Helgadóttir mætir Jie Yao frá Hollandi
kl. 13.05 Katrín Atladóttir og Ragna Ingólfsdóttir mæta Hollensku pari í tvíliðaleik
kl. 13.50 Magnús Ingi Helgason og Helgi Jóhannesson mæta ensku pari í tvíliðaleik
kl. 15.20 Atli Jóhannesson og Bjarki Stefánsson mæta dönsku pari í tvíliðaleik
kl. 16.05 Ragna spilar 16-liða úrslit í einliðaleik ef hún vinnur í 32-liða
kl. 16.25 Tinna spilar 16-liða úrslit í einliðaleik ef hún vinnur í 32-liða
kl. 18.20 Katrín og Ragna spila 16-liða úrslit í tvíliðaleik ef þær vinna 32-liða
kl. 18.40 Magnús Ingi og Helgi spila 16-liða úrslit í tvíliðaleik ef þeir vinna 32-liða
kl. 19.25 Atli og Bjarki spila 16-liða úrslit í tvíliðaleik ef þeir vinna 32-liða

Smellið hér
til að fylgjast með gangi mála á Evrópumótinu í badminton.

Heimasíða Evrópumótsins í badminton 2008 er http://www.eurobadminton2008.com/ 

Heimasíða Badmintonsambands Evrópu er http://www.eurobadminton.org/ 

 

Helgi Jóhannesson, Atli Jóhannesson, Magnús Ingi Helgason, Árni Þór Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, Sara Jónsdóttir, Tinna Helgadóttir, Katrín Atladóttir og Ragna Ingólfsdóttir

 

Skrifađ 17. apríl, 2008
ALS