Leikmenn frá 18 löndum á Iceland Express International 2007

Síðasti skráningardagur í alþjóðlega badmintonmótið Iceland Express International var í gær. Mótið er hluti af Evrópumótaröðinni og er keppt um 5000 dollara verðlaunafé.

Mikill fjöldi erlendra þátttakenda hefur skráð sig til keppni eða 58 ásamt 29 íslenskum leikmönnum og er heildarfjöldi keppenda því 87. Alls voru 72 leikmenn skráðir í Iceland Express mótið í fyrra og voru 49 þeirra erlendir.

Flestir eru skráðir til keppni í einliðaleik karla eða 45 leikmenn, 32 konur eru skráðar í einliðaleik kvenna, 15 pör í tvíliðaleik karla, 12 pör í tvíliðaleik kvenna og 15 pör í tvenndarleik. Lista yfir nöfn allra skráðra leikmanna er hægt að skoða með því að smella hér.

Keppendur á mótinu koma frá 17 löndum auk Íslands. Árið 2006 komu keppendur frá 12 löndum auk Íslands. Löndin og fjöldi frá hverju landi eru eftirfarandi:

Austurríki 1
Tékkland 3
Danmörk 20
Eistland 1
Finnland 1
Frakkland 1
Guatemala 2
Ungverjaland 3
Íran 1
Írland 2
Ísland 29
Ítalía 10
Noregur 3
Perú 3
Portúgal 1
Svíþjóð 3
Bandaríkin 2
Wales 1


Nánari upplýsingar um mótið má finna með því að smella hér.

Skrifađ 12. oktober, 2007
ALS