Helgi og Tinna komin í 16 liđa úrslit

Þau Helgi Jóhannesson og Tinna Helgadóttir áttu frábæran leik í annari umferð tvenndarleiks á Evrópumótinu í badminton í dag þegar þau sigruðu pólskt par.

Pólska parið Adam Cwalina og Malgorzata Kurdelska eru númer 60 á heimslistanum. Þau hafa náð góðum árangri á alþjóðlegum mótum að undanförnu og unnu meðal annars mót í Wales í desember síðastliðnum. Sigur Helga og Tinnu er því sérstaklega glæsilegur. Fyrsta lotan var mjög jöfn og spennandi en lauk með naumum sigri Helga og Tinnu 25-23. Í annari lotu var íslenska parið nær alltaf með yfirhöndina og sigraði örugglega 21-9.

Í fyrstu umferð mótsins (64 liða) sem leikin var í morgun sigruðu þau Tinna og Helgi örugglega par frá Eistlandi 21-13 og 21-13.

Í 16-liða úrslitum á morgun mæta Helgi og Tinna ensk/skosku pari, Robert Blair og Imogen Bankier. Búast má við mjög erfiðum leik því Robert og Imogen eru númer 19 á heimslistanum.

Framundan í dag eru eftirfarandi leikir hjá íslensku keppendunum:
Kl. 18.15 Magnús Ingi Helgason mætir Peter Mikkelsen frá Danmörku
Kl. 19.00 Atli Jóhannesson mætir Pablo Abian frá Spáni

Hér er hægt að fylgjast með gangi mála á Evrópumótinu í badminton með því að smella hér.

Tinna Helgadóttir og Helgi Jóhannesson
Skrifađ 16. apríl, 2008
ALS