Helgi og Tinna áfram í tvenndarleik

Fyrstu umferð í tvenndarleik á Evrópumótinu í badminton er nú lokið. Þau Bjarki og Katrín töpuðu sínum leik en Helgi og Tinna sigruðu og eru komin áfram.

Bjarki og Katrín mættu sterku pari frá Úkraínu í fyrstu umferðinni og biðu lægri hlut 21-11 og 21-12. Helgi og Tinna mættu Vahur Lukin og Helene Reino frá Eistlandi. Íslenska parið var með forystu allann leikinn og sigraði 21-13 og 21-13.

Önnur umferð í tvenndarleik hefst kl. 14.50 í dag en þá mæta þau Tinna og Helgi pólsku pari. Pólverjarnir Adam Cwalina og Malgorzata Kurdelska eru númer 60 á heimslistanum. Þau hafa náð góðum árangri á alþjóðlegum mótum að undanförnu og unnu meðal annars mót í Wales í desember síðastliðnum.

Smellið hér til að skoða leiki dagsins á Evrópumótinu í badminton.

 

Tinna Helgadóttir og Helgi Jóhannesson

 

Skrifað 16. apríl, 2008
ALS