Evrópumótiđ - dagskrá dagsins

Íslenska landsliðið í badminton er statt á Evrópumótinu sem fram fer í Herning í Danmörku. Einstaklingskeppni mótsins hefst í dag kl. 7.00 að íslenskum tíma.

Þau Bjarki Stefánsson og Katrín Atladóttir eiga fyrsta leik íslensku leikmannanna en þau mæta í tvenndarleik pari frá Úkraínu kl. 7.  Einum og hálfum tíma síðar eða kl. 8.30 leika þau Helgi Jóhannesson og Tinna Helgadóttir tvenndarleik gegn eistnesku pari. Smellið hér til að skoða leiki dagsins á Evrópumótinu í badminton.

Eftirfarandi er listi yfir leiki íslensku leikmannanna í dag miðvikudag.

Kl. 7.00 Bjarki Stefánsson og Katrín Atladóttir mæta Vitaly Konov og Olena Mashchenko frá Úkraínu
Kl. 8.30 Helgi Jóhannesson og Tinna Helgadóttir mæta Vahur Lukin og Helen Reino frá Eistlandi
Kl. 10.00 Ragna Ingólfsdóttir mætir Agnese Allegrini frá Ítalíu
Kl. 10.45 Katrín Atladóttir mætir Jeanine Cicognini frá Sviss
Kl. 11.05 Tinna Helgadóttir mætir Lucia Tavera frá Spáni
Kl. 13.45 Bjarki og Katrín leika í annari umferð í tvenndarleik sigri þau í þeirri fyrstu
Kl. 14.50 Helgi og Tinna leika í annari umferð í tvenndarleik sigri þau í þeirri fyrstu
Kl. 18.15 Magnús Ingi Helgason mætir Peter Mikkelsen frá Danmörku
Kl. 19.00 Atli Jóhannesson mætir Pablo Abian frá Spáni

ÁFRAM ÍSLAND!

 

Skrifađ 16. apríl, 2008
ALS