Sögulegur sigur á Finnum

Sigur íslenska landsliðsins í badminton á Finnum í gær á Evrópumótinu var bæði frábær og sögulegur. Finnar og Íslendingar hafa sextán sinnum mæst í landsleik í badminton. Ellefu sinnum hafa Finnar sigrað en aðeins fimm sinnum hafa Íslendingar sigrað. Fyrsti leikur liðanna var leikinn árið 1973 en þá sigraði Finnland 8-0. Síðasti sigur íslenska landsliðsins á Finnum var árið 1988 eða fyrir 20 árum síðan. Sigurinn í gær var síðan sérstaklega frábær að því leiti að með honum tryggði íslenska liðið sér áframhaldandi veru á meðal A-þjóða Evrópu og 13.sætið á Evrópumótinu.

Eftirfarandi er listi yfir landsleiki Íslands og Finnlands í badminton frá upphafi.

Ár  Niðurstaða
Úrslit
1973
tap
8-0
1976
tap
1-5
1978
tap
1-5
1981
sigur
4-2
1982
sigur
3-2
1983
sigur
6-1
1985
tap
3-4
1987
tap
1-6
1988
sigur
3-2
1989
tap
3-4
1990
tap
0-5
1994
tap
2-3
1996
tap
1-4
2000
tap
2-3
2006
tap
2-3
2008
sigur
3-2

Smellið hér til að skoða úrslit allra leikja íslenska landsliðsins á Evrópumótinu í badminton 2008. 

Skrifađ 15. apríl, 2008
ALS