Nýr heimslisti - Ragna fellur um fjögur sćti

Alþjóða Badmintonsambandið gaf út nýjan heimslista í dag. Íslandsmeistarinn Ragna Ingólfsdóttir er númer 59 á listanum og hefur fallið um fjögur sæti síðan í síðustu viku. Þá er Ragna í 22.sæti einliðaleikskvenna í Evrópu.

Ragna hefur þurft að taka sér hvíld frá mótum að undanförnu vegna meiðsla sem hún hlaut á móti í Króatíu í byrjun mars. Fall hennar á listanum er því vegna þess að leikmenn fyrir neðan hana hafa verið að fá fleiri stig og þannig komast upp fyrir hana.

Ragna er nú á leið til Herning í Danmörku ásamt öðrum í badmintonlandsliðinu þar sem þau taka þátt í Evrópumótinu. Góður árangur í liðakeppninni og/eða sigur í fyrstu tveimur umferðum einstaklingskeppninnar eru nauðsynlegt til að Ragna komist ofar á heimslistann.

Smellið hér til að skoða nánar heimslista Alþjóða Badmintonsambandsins.

 

Ragna Ingólfsdóttir

 

Skrifađ 10. apríl, 2008
ALS