Leikmenn flokka

Á ársþingum Badmintonsambands Íslands ár hvert eru jafnan færðir einhverjir leikmenn milli flokka. Þ.e. færslur frá B flokki og upp í A-flokk og frá A-flokki og upp í meistaraflokk.

Farið hefur verið yfir færslur síðustu ára og listi yfir alla leikmenn skráða í meistaraflokk annarsvegar og A-flokk hinsvegar hefur verið settur hér inn á síðuna.

Aðildarfélög BSÍ hafa nú verið beðin að yfirfara þessa lista til að tryggja að allt sé rétt skráð. Hugsanlegt er að einhver árin hafi gleymst að setja færslur í árskýrslu og upplýsingarnar því glatast.

Hægt er að skoða lista yfir leikmenn undir mótamál og flokkaskiptingar eða með því að smella hér.

Skrifađ 12. oktober, 2007
ALS