Badmintonumfjöllun í Sportinu

Í íþróttaþættinum, Sportinu, sem sýndur verður í Sjónvarpinu kl. 22.20 í kvöld verður Meistaramóti Íslands í badminton sem fram fór um helgina gerð ítarleg skil. Íslandsmeistarinn Ragna Ingólfsdóttir verður í stúdíóinu ásamt því að sýnd verða viðtöl sem íþróttafréttamenn tóku við keppendur á mótinu um helgina. Þeir sem ekki eiga möguleika á því að fylgjast með þættinum í kvöld geta séð endursýningu á morgun þriðjudag kl. 16.05 eða horft á þáttinn á vef RÚV.

Úrslit allra leikja á Meistaramóti Íslands 2008 er hægt að skoða með því að smella hér. Myndir frá mótinu hafa verið settar inná myndasafnið hér á síðunni og er von á fleiri myndum á næstu dögum.

Skrifađ 7. apríl, 2008
ALS