Sigfús fékk Gullmerki BSÍ

Á 40 ára afmælishátíð Badmintonsambands Íslands í nóvember síðastliðnum fengu ellefu heiðursmenn og konur gullmerki sambandsins fyrir vel unnin störf í þágu badmintonhreyfingarinnar. Framkvæmdastjóri TBR, Sigfús Ægir Árnason, gat ekki verið viðstaddur afhendinguna í nóvember því notaði Sigríður Guðbjörg Bjarnadóttir formaður Badmintonsambandsins tækifærið um helgina og færði Sigfúsi merkið.

Sigfús þarf vart að kynna fyrir badmintonfólki enda verið öflugur liðsmaður hreyfingarinnar um margra ára skeið. Hann hefur starfað hjá Tennis- og badmintonfélagi Reykjavíkur í um 30 ár bæði sem stjórnarmaður og starfsmaður. Sigfús var öflugur leikmaður í badminton, varð tvisvar Íslandsmeistari í tvíliðaleik karla og spilaði 50 landsleiki fyrir Íslands hönd. Þá hefur Sigfús setið í stjórn Badmintonsambandsins um árabil og veitt sambandinu ómælda hjálp á hinum ýmsu sviðum í gegnum árin. 

Smellið hér til að skoða yfirlit yfir alla sem hlotið hafa gull- og silfurmerki Badmintonsambands Íslands.

Sigfús Ægir Árnason, framkvæmdastjóri TBR, fékk Gullmerki BSÍ afhent á Meistaramóti Íslands 2008. Viðurkenninguna afhendi Sigríður Guðbjörg Bjarnadóttir formaður BSÍ.

 

Skrifađ 7. apríl, 2008
ALS