Systkinin sigruðu í tvenndarleik

Það voru systkinin Magnús Ingi og Tinna Helgabörn sem sigruðu í tvenndarleik á Meistaramóti Íslands í badminton sem fram fór um helgina. Í úrslitum léku þau gegn Söru Jónsdóttur og Tryggva Nielsen. Leikurinn var mjög jafn og skemmtilegur og þurfti að leika oddalotu til að knýja fram úrslit. Fyrstu lotu sigruðu Tryggvi og Sara 22-20 en næstu tvær sigruðu Magnús Ingi og Tinna 21-15 og 21-14.

Íslandsmeistarar í tvenndarleik Magnús Ingi Helgason og Tinna Helgadóttir. Silfurverðlaunahafar Sara Jónsdóttir og Tryggvi Nielsen.

Þrír leikmenn urðu tvöfaldir Íslandsmeistarar í badminton um helgina en það voru þau Helgi og Ragna sem sigruðu bæði í einliða- og tvíliðaleik og Magnús Ingi sem sigraði í tvíliða- og tvenndarleik.

Úrslit allra leikja á Meistaramóti Íslands í badminton má finna með því að smella hér.

Tinna Helgadóttir og Magnús Ingi Helgason

Skrifað 6. apríl, 2008
ALS