Öruggur sigur ríkjandi meistara í tvíliđaleikjunum

Magnús Ingi Helgason og Helgi Jóhannesson sigruðu þá Brodda Kristjánsson og Þorstein Pál Hængsson í tvíliðaleik karla á Meistaramóti Íslands í badminton sem fram fór í TBR-húsunum um helgina. Sigur þeirra Magnúsar Inga og Helga var nokkuð öruggur og þá sérstaklega síðari lotan en leikurinn endaði 21-18 og 21-8. Þetta er annað árið í röð sem þeir Helgi og Magnús Ingi verða Íslandsmeistarar í tvíliðaleik.

 

Íslandsmeistarar í tvíliðaleik karla Helgi Jóhannesson og Magnús Ingi Helgason. Silfurverðlaunahafar Broddi Kristjánsson og Þorsteinn Páll Hængsson.

 

Í tvíliðaleik kvenna sigruðu þær Ragna Ingólfsdóttir og Katrín Atladóttir þær Söru Jónsdóttur og Tinnu Helgadóttur. Með sigrinum tryggðu þær sér Íslandsmeistarabikarana til eignar því þetta var þeirra þriðji sigur þeirra í röð í tvíliðaleiknum. Leikinn sigruðu þær nokkuð örugglega 21-17 og 21-12.

Íslandsmeistarar í tvíliðaleik kvenna Ragna Ingólfsdóttir og Katrín Atladóttir. Silfurverðlaunahafar Tinna Helgadóttir og Sara Jónsdóttir.

Úrslit allra leikja á Meistaramóti Íslands í badminton má finna með því að smella hér.

Skrifađ 6. apríl, 2008
ALS