Helgi og Ragna Íslandsmeistarar í einliðaleik

TBR-ingurinn Helgi Jóhannesson sigraði í dag Magnús Inga Helgason í úrslitum á Meistaramóti Íslands í badminton. Helgi byrjaði leikinn betur og var með forystu í fyrstu lotunni upp í 16 en þá jafnaði Magnús leikinn og sigraði 21-19. Í annari lotu byrjaði Helgi einnig betur og náði að halda forystunni út lotuna og sigra 21-12. Það þurfti því að leika oddalotu til að knýja fram úrslit og þar var Helgi sterkari og sigraði 21-18. Þetta var þriðji Íslandsmeistaratitill Helga en hann hafði áður sigrað árið 2005 og 2006.

Ragna Ingólfsdóttir sigraði Söru Jónsdóttur í úrslitum einliðaleiks kvenna á Meistaramótinu. Sara byrjaði betur í fyrstu lotunni en Ragna tók völdin um miðja lotu og sigraði örugglega 21-12. Í annari lotu var leikurinn jafnari og þá sérstaklega undir lok lotunnar. Þar sigraði Ragna naumlega 22-20. Sigur Rögnu í dag var sjötti Íslandsmeistaratitill hennar í röð í einliðaleik kvenna.

Íslandsmeistarar í einliðaleik Ragna Ingólfsdóttir og Helgi Jóhannesson.

Úrslit allra leikja á Meistaramóti Íslands í badminton má finna með því að smella hér.

Skrifað 6. apríl, 2008
ALS