Úrslit leikin í dag á Meistaramótinu

Meistaramót Íslands í badminton lýkur í dag sunnudag á úrslitaleikjum í öllum flokkum.

Keppni hefst klukkan 10 en þá verða leiknir úrslitaleikir í A- og B-flokkum auk úrslitaleikja í heiðurs- og æðstaflokki. Byrjað verður á einliðaleikjum, því næst verða leiknir tvíliðaleikir og síðan endað á tvenndarleikjum. Keppni lýkur um klukkan 13 með verðlaunaafhendingu í öllum flokkunum.

Klukkan 14.45 hefjast síðan úrslitaleikir í meistaraflokki en þeir verða í beinni útsendingu í Sjónvarpinu. Leikjaröð úrslitaleikjanna í meistaraflokki verður þannig: einliðaleikur karla, einliðaleikur kvenna, tvíliðaleikur karla, tvíliðaleikur kvenna og tvenndarleikur.

Tveir leikmenn eru í úrslitum í öllum greinum í meistaraflokki og eiga því möguleika á því að verða þrefaldir meistarar. Það eru þau Magnús Ingi Helgason og Sara Jónsdóttir. Það er þó ljóst að þau geta ekki bæði orðið þreföld því þau spila ekki saman í tvenndarleiknum.

Smellið hér til að skoða yfirlit yfir leiki dagsins.

Skrifađ 6. apríl, 2008
ALS