Annar dagur Meistaramótsins

Meistaramót Íslands fór vel af stað í gær föstudag en þá voru leiknar fyrstu umferðir í einliða- og tvenndarleikjum. Ekkert var um sérstaklega óvænt úrslit fyrsta daginn.

Í dag laugardag hefst keppni kl. 10.00. Byrjað er á tvenndarleik í meistaraflokki og á eftir þeim fylgja einliðaleikir í A og B flokkum. Smellið hér til að skoða leiki dagsins.

Undanúrslit í meistaraflokki hefjast kl. 13.30 með einliðaleik kvenna og einliðaleik karla kl. 14.00. Klukkan 15.30 verða leikin undanúrslit í tvíliðaleik kvenna og tvíliðaleik karla kl. 16.00. Undanúrslitum í meistaraflokki lýkur síðan á tvenndarleikjum kl. 17.30.

Undanúrslit í A og B flokkum hefjast klukkan 17 og má búast við að keppni dagsins ljúki um kl. 20 í kvöld.

Skrifađ 5. apríl, 2008
ALS