Helgi og Ragna verja ekki titilinn

Það er ljóst að um helgina verða krýndir nýjir Íslandsmeistarar í tvenndarleik. Þau Helgi Jóhannesson og Ragna Ingólfsdóttir eru ríkjandi Íslandsmeistarar í greininni en vegna meiðsla Rögnu hafa þau ákveðið að draga sig útúr mótinu um helgina. Í síðasta mánuði meiddist Ragna á móti í Króatíu. Endurhæfing hefur gengið vel og var Ragna bjartsýn á að geta tekið þátt í öllum greinum á Meistaramótinu um helgina. Í samráði við sjúkraþjálfara sinn hefur hún nú ákveðið að það væri ekki skynsamlegt miðað við stöðu mála. Ragna stefnir samt sem áður á að taka þátt í einliða- og tvíliðaleik.

Meistaramót islands í badminton hefst kl. 19.00 í dag föstudag og lýkur með úrslitaleikjum á sunnudag. Smellið hér til að skoða niðurröðun og tímasetningar mótsins.

 

Ragna Ingólfsdóttir

 

Skrifađ 4. apríl, 2008
ALS