Ragna númer 51 á nýjum heimslista

Alþjóða Badmintonsambandið (BWF) gaf út nýjan heimslista í dag. Íslandsmeistarinn Ragna Ingólfsdóttir er númer 51 á listanum í einliðaleik kvenna. Ragna hefur fallið um sjö sæti síðan í síðustu viku en hefur hækkað um tuttugu sæti frá áramótum.

Staða á heimslista getur rokkað nokkuð mikið milli vikna enda misjafnt hversu þétt þátttaka leikmanna í mótum er. Nánari upplýsingar um heimslistann og stöðu leikmanna á honum má finna á heimasíðu BWF.

Ragna er nú stödd í Nicosia á Kýpur þar sem hún tekur þátt í alþjóðlegu móti. Hún er fyrirfram talin sterkasta einliðaleiks konan í mótinu. Það verður spennandi sjá hvernig gengur hjá Rögnu, vonandi tekst henni að standa undir röðuninni og hækka sig þar með á heimslistanum.

Hægt er að fylgjast með mótinu með því að smella hér.

Skrifað 11. oktober, 2007
ALS