Nýr heimslisti - Ragna fellur um eitt sćti

Alþjóða Badmintonsambandið gaf út nýjan heimslista í dag. Afrekskonan Ragna Ingólfsdóttir fellur um eitt sæti milli vikna og er í 55.sætinu. Þá er Ragna í 21.sæti listans yfir bestu einliðaleiks konur í Evrópu.

Staða Rögnu á heimslistanum með tilliti til þátttöku á Ólympíuleikunum í sumar er áfram góð. Væri listinn eins og hann er í dag látinn gilda væri Ragna á meðal þátttakenda eins og fram kemur í úttekt Badmintonsambands Evrópu. Badmintonáhugafólk um allan heim bíður spennt eftir 1.maí en þá verður tilkynnt hvaða leikmenn hafa unnið sér rétt til þátttöku á Ólympíuleikunum.

Smellið hér til að skoða heimslista Alþjóða Badmintonsambandsins.

Skrifađ 3. apríl, 2008
ALS