Ólympíutímabilinu lýkur senn

Þann 1.maí næstkomandi eða eftir um það bil mánuð kemur í ljós hvaða leikmenn hafa unnið sér þátttökurétt á Ólympíuleikunum í badminton sem fram fara í Peking sumarið 2008.

Af því tilefni birti Badmintonsamband Evrópu í gær lista yfir þá leikmenn álfunnar sem væru inni á leikunum ef heimslistinn eins og hann er í dag myndi gilda. Íslandsmeistarinn Ragna Ingólfsdóttir er inni á leikunum eins og staðan er í dag ásamt átján öðrum evrópskum stúlkum en 32 leikmenn fá að taka þátt í Ólympíuleikunum í einliðaleik kvenna.

Smellið hér til að skoða leikmanna lista Badmintonsambands Evrópu og hér til að skoða upplýsingar um badminton á Ólympíuleikunum í Peking.

Skrifađ 2. apríl, 2008
ALS