Úrslitakeppni Evrópumótarađarinnar nálgast

Evrópumótaröðin þetta tímabilið er senn á enda og eru aðeins þrjú mót eru eftir. Þegar mótaröðinni lýkur verður leikin svokölluð úrslitakeppni þar sem keppt verður um verðlaunafé að upphæð 50.000 bandaríkjadala eða tæpar fjórar milljónir íslenskra króna.

Efstu leikmenn/pör á lista mótaraðarinnar munu vinna sér þátttökurétt í úrslitakeppninni sem fer fram í Assen í Hollandi 7. og 8.júní næstkomandi. Í einliðaleik karla og kvenna eru það eftstu fjórir leikmennirnir sem vinna sér þátttökurétt en í tvíliða- og tvenndarleikjunum eru það efstu tvö pörin í hverri grein sem fá að vera með.

Ragna Ingólfsdóttir er einn af þeim leikmönnum sem á möguleika á því að öðlast þátttökurétt í úrslitakeppninni og er hún reyndar „inni" eins og er. Það eru þó nokkrir leikmenn mjög nálægt henni á listanum sem gætu slegið hana út nái þeir góðum árangri á síðustu þremur mótunum.

Sjá nánar um úrslitakeppnina á heimasíðu Badminton Europe.

Skrifađ 28. mars, 2008
ALS