Evrópsk ţjálfararáđstefna í Herning

Föstudaginn 18.apríl næstkomandi verður haldin evrópsk þjálfararáðstefna í Herning í Danmörku. Ráðstefnan er haldin samhliða Evrópumótinu í badminton sem fer fram á sama stað 12.-20.apríl.

Yfirskrift ráðstefnunnar er „þróun ungra leikmanna" og munu tveir fyrirlesarar fjalla um málefnið. Kenneth Bastiaens, tennisþjálfari í Belgíu, segir frá góðum árangri Belga í „framleiðslu" afreksíþróttamanna í tennis. Þá mun Jan Ramlov, danskur badmintonþjálfari, segja frá vinnu sinni við að finna badmintonkonur í Australíu sem eiga möguleika á að vinna sér þátttökurétt á Ólympíuleikunum 2016. Milli fyrirlestranna tveggja verður þátttakendum boðið að fylgjast með átta liða úrslitum Evrópumótsins í badminton.

Nánari upplýsingar um ráðstefnuna má finna á heimasíðu Badminton Europe. Síðasti skráningardagur er 1.apríl næstkomandi.

Skrifađ 29. mars, 2008
ALS