Nýr heimslisti - Ragna í Ólympíusćti

Það er krefjandi vinna sem bæði krefst hæfileika og fjármagns að komast á Ólympíuleika í badminton. Afrekskonan Ragna Ingólfsdóttir er á góðri leið með að tryggja sér þátttökurétt á Ólympíuleikunum 2008 sem haldnir verða í Bejing í Kína. Allar líkur eru á því að það dugi Rögnu að vera á topp 70 heimslistans í badminton til að vinna sér þátttökurétt á leikunum.

Alþjóða Badmintonsambandið gaf út nýjan vikulegan heimslista í dag þar sem Ragna stendur í stað milli vikna og er í 54.sæti listans. Þá er Ragna í 20.sæti yfir bestu einliðaleikskonur í Evrópu. Væri heimslistinn eins og hann lítur út í dag látinn gilda fyrir það hverjir kæmust á Ólympíuleikana væri Ragna því á meðal þátttakenda. Það er hinsvegar heimslistinn 1.maí næstkomandi sem gildir.

Frá áramótum hefur staða Rögnu á heimslistanum verið nokkuð stöðug en þróunin hefur verið eftirfarandi:

3.1.2008 - nr. 53
10.1.2008 - nr. 53
17.1.2008 - nr. 53
24.1.2008 - nr. 53
31.1.2008 - nr. 53
7.2.2008 - nr. 54
14.2.2008 - nr. 56
21.2.2008 - nr. 55
28.2.2008 - nr. 54
6.3.2008 - nr. 54
13.3.2008 - nr. 55
20.3.2008 - nr. 54
27.3.2008 - nr. 54

Heimslista Alþjóða Badmintonsambandsins er hægt að skoða með því að smella hér

 

Ragna Ingólfsdóttir

 

Skrifađ 27. mars, 2008
ALS