Evrˇpumˇti­ - landsli­i­ vali­

Landsliðsþjálfari Íslands í badminton, Árni Þór Hallgrímsson, hefur valið landsliðið sem keppir á Evrópumótinu sem fram fer í Danmörku 12.-20.apríl næstkomandi.

Í liðið voru valdir eftirtaldir leikmenn: Atli Jóhannesson, Bjarki Stefánsson, Helgi Jóhannesson, Magnús Ingi Helgason, Katrín Atladóttir, Ragna Ingólfsdóttir, Sara Jónsdóttir og Tinna Helgadóttir. Bjarki Stefánsson er eini nýliðinn í hópnum en hann hefur aldrei leikið A-landsleik fyrir Íslands hönd. Hann á þó nokkra unglingalandsleiki að baki.

Liðakeppni Evrópumótsins verður leikin 12.-15.apríl en einstaklingskeppnin 16.-20.apríl. Sem A-þjóð á Ísland rétt á að senda tvo einstaklinga/pör í hverja keppnisgrein einstaklingskeppninnar en síðan er möguleiki á viðbót nýti ekki allar þjóðir sín sæti. Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu Badminton Europe hafa eftirfarandi eftirfarandi einstaklingar og pör úr íslenska liðinu þátttökurétt í einstaklingskeppninni.

Einliðaleikur kvenna
Ragna Ingólfsdóttir
Tinna Helgadóttir
Katrín Atladóttir

Einliðaleikur karla
Magnús Ingi Helgason
Atli Jóhannesson

Tvíliðaleikur kvenna
Ragna Ingólfsdóttir/Katrín Atladóttir
Tinna Helgadóttir/Sara Jónsdóttir

Tvíliðaleikur karla
Magnús Ingi Helgason/Helgi Jóhannesson
Atli Jóhannesson/Bjarki Stefánsson

Tvenndarleikur
Helgi Jóhannesson/Tinna Helgadóttir
Bjarki Stefánsson/Katrín Atladóttir
Magnús Ingi Helgason/Sara Jónsdóttir

Heimasíða mótsins með nánari upplýsingum er http://www.eurobadminton2008.com.

Smellið hér til að skoða nýlega frétt um andstæðinga íslenska liðsins og fyrirkomulag keppninnar.

Skrifa­ 25. mars, 2008
ALS