Niđurröđun Haustmótsins komin á netiđ

Haustmót TBR fer fram í TBR-húsum laugardaginn 13.október næstkomandi. Um 40 leikmenn eru skráðir til keppni. Búið er að draga í mótið og er hægt að nálgast niðurröðun með því að smella hér.

Haustmót TBR er eina mótið á mótaskrá BSÍ þar sem keppt er með forgjöf en er það þó mjög skemmtilegt spilafyrirkomulag. Reyndir keppnismenn byrja þá gjarnan með mínus stig og ungir og óreyndir með plús stig.

Saga Haustmóta TBR er mjög löng og hefur verið keppt með þessu fyrirkomulagi um árabil. Í blöðum frá um 1960 er skrifað um mótið sem fram fór í Valsheimilinu það ár með fyrirsögninni „Forgjöfin kom ekki að haldi - og meistararnir léku til úrslita". Þar segir: „Úrslitaleikir keppninnar voru geysiharðir og í karlaflokki unnu þeir Karl Maack og Lárus Guðmundsson í bæði skiptin mjög naumlega yfir þeim Óskari Guðmundssyni og Garðari Alfonssyni 15-13 í báðum lotum. Í karlaflokki virtist forgjöfin ekki hafa verið nægileg til að draga fram hina lakari því til úrslita komu valinkunnir menn eins og sjá má af framnsögðu. Þó höfðu þeir Óskar og Garðar 8 í mínus en sigurvegararnir mínus 6."

Haustmótið hefst kl. 10.00 og má búast við að keppni ljúki sama dag um kl. 19.

Skrifađ 11. oktober, 2007
ALS