Nýr heimslisti - Ragna upp um eitt sćti

Alþjóða Badmintonsambandið (BWF) gaf út nýjan heimslista í dag. Íslandsmeistarinn Ragna Ingólfsdóttir stökk upp um eitt sæti milli vikna og er nú í 54. sæti listans. Þá er hún í 20. sæti á lista sterkustu einliðaleikskvenna í Evrópu. Smellið hér til að skoða heimslista BWF.

Badmintonsamband Evrópu (BE) gefur reglulega út lista yfir þá leikmenn sem væru búnir að vinna sér þátttökurétt á Ólympíuleikum myndi heimslistinn í dag gilda. Miðað við síðustu úttekt þeirra er Ragna inni á leikunum. Smellið hér til að skoða úttekt BE.

Næstu mót Rögnu eru væntanlega Meistaramót Íslands 4.-6.apríl og Evrópumótið 12.-20.apríl næstkomandi.

 

Ragna Ingólfsdóttir

 

Skrifađ 20. mars, 2008
ALS