Mót erlendis

Það er alltaf gaman að spila við nýja og óþekkta andstæðinga á badmintonvellinum. Vilji leikmenn auka fjölbreytnina er tilvalið að skella sér út fyrir landsteinana og taka þátt í opnum badmintonmótum. Það er hægt að finna badmintonmót víðsvegar um heiminn sem henta fyrir hin ýmsu getustig.

Á heimasíðu Alþjóða Badmintonsambandsins er hægt að skoða lista yfir öll mót sem gefa stig á heimslista. Í slík mót er aðeins hægt að skrá sig í gegnum sitt eigið sérsamband og þurfa leikmenn að vera meistaraflokks spilarar til að geta tekið þátt í slíkum mótum.

Í Danmörku er badminton mjög vinsæl og fjölmenn íþróttagrein og hafa Íslendingar tekið þátt í mörgum mótum þar á undanförnum árum. Á heimasíðu Danska Badmintonsambandsins má finna mótaskrá með upplýsingum um öll opin mót í landinu. Fullorðinsmót á getustiginu A og M henta líklega best fyrir íslenska meistaraflokksspilara og B og C mót fyrir íslenska A-flokks spilara. Bestu íslensku unglingarnir í sínum aldursflokkum hentar líklega best að spila á A og M mótum en B og C mótin eru sterk líka og henta líklega stærri hópi.

Framboð á öldungamótum hefur farið vaxandi á undanförnum árum. Á heimasíðu Badminton Europe má finna lista yfir öldungamót sem í boði eru í Evrópu. Næsta mót fer fram í Stokkhólmi 26.-27.apríl og er í boði fyrir 35+, 40+, 45+, 50+ og 55+.

Skrifađ 19. mars, 2008
ALS