Ferđasjóđur íţróttafélaga

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra, og Ólafur Rafnsson, forseti ÍSÍ, undirrituðu í dag samning þar sem Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands er falin umsjón með Ferðasjóði íþróttafélaga.

Markmið sjóðsins er að koma til móts við íþróttafélög vegna kostnaðar þeirra við ferðalög innanlands og þá sérstaklega þeirra sem þurfa að fara um langan veg. Framlag ríkisins í sjóðinn er 30 milljónir árið 2007, 60 milljónir árið 2008 og 90 milljónir árið 2009.

Úthlutun fyrir árið 2007 liggur nú fyrir en umsóknarfrestur rann út 10.janúar síðastliðin. Alls bárust umsóknir frá 138 íþróttafélögum, frá öllum héraðssamböndum ÍSÍ. Sótt var um styrk fyrir 21 íþróttagrein. Heildarkostnaður umsókna var um 260 milljónir króna en heildarkostnaður styrkhæfra umsókna var ríflega 223 milljónir króna. Einungis Íslandsmót eða undanfarar Íslandsmóta voru talin styrkhæf og þurfti vegalengd til keppnisstaðar að vera a.m.k. 150 km til að styrkur fengist.

Alls hlutu badmintonfélög og deildir á landinu 148.117 krónur í styrk vegna ársins 2007 en ekki liggur fyrir hversu mörg félög sóttu um í þessa fyrstu úthlutun.

Nánari upplýsingar um Ferðasjóð íþróttafélaga má finna á heimasíðu ÍSÍ eða í fréttatilkynningu fréttatilkynningu sem send var út vegna málsins í dag.

Skrifađ 18. mars, 2008
ALS