BM Vallár mótiđ - niđurröđun

BM Vallár mótið sem er hluti af Stjörnumótaröð BSÍ fer fram í KR húsinu um helgina. Flest af besta badmintonfólki landsins er skráð til keppni.

Keppni hefst klukkan 13 á laugardag og mun líklega ljúka um klukkan 20. Á laugardeginum verður keppt í meistaraflokki og B-flokki auk fyrstu umferðar í tvenndarleik í A-flokki. Á sunnudag hefst keppni klukkan 10 en þá verður leikið í A-flokki ásamt því að úrslitaleikir í meistaraflokki verða spilaðir.

Smellið hér til að skoða niðurröðun BM Vallár mótsins.

Skrifađ 14. mars, 2008
ALS