Nýr heimslisti - Ragna fellur um eitt sćti

Alþjóða Badmintonsambandið gaf út nýjan heimslista í dag. Íslandsmeistarinn Ragna Ingólfsdóttir hefur fallið um eitt sæti milli vikna og er nú í 55.sæti listans. Þá er Ragna númer 20 á lista yfir leikmenn frá Evrópu. Smellið hér til að skoða heimslista Alþjóða Badmintonsambandsins.

Staða Rögnu á heimslistanum er góð með tilliti til þátttöku á Ólympíuleikum og væri hún á meðal þátttakenda ef heimslistinn í dag væri látinn gilda. Það kemur hinsvegar ekki í ljós fyrr en 1.maí næstkomandi hverjir vinna sér þátttökurétt á leikunum.

Ragna meiddist þegar hún var að keppa á alþjóðlegu badmintonmóti í Króatíu í síðustu viku. Meiðslin eru ekki talin mjög alvarleg en eru þess þó valdandi að Ragna þarf að skera aðeins niður mótaþátttöku sína á næstu vikum. Ragna mun á næstunni leggja áherslu á að byggja sig upp og styrkja vel fótinn sem meiddist. Hún stefnir síðan á að taka þátt í Meistaramóti Íslands 4.-6.apríl og Evrópumótinu 12.-20.apríl næstkomandi.

 

Ragna Ingólfsdóttir

 

Skrifađ 13. mars, 2008
ALS