Breytingar á mótaskrá

Keppnistímabilið í badminton á Íslandi er nú langt komið en síðustu mótin á núverandi tímabili fara fram í apríl.

Smávægilegar breytingar hafa verið gerðar á síðustu unglingamótunum. Badmintondeild Keflavíkur og Badmintondeild Aftureldingar ætluðu að vera með mót sömu helgina eða 12.-13.apríl næstkomandi. Badmintondeild Keflavíkur hefur hinsvegar ákveðið að fella sitt mót niður og Afturelding ætlar að hafa sitt mót B-mót.

Miðað hefur verið við það að þeir leikmenn sem ekki hafi komist í úrslit á opnu móti fyrir sitt félag hafi keppnisrétt á B-mótum. Þjálfarar þurfa hinsvegar að meta hvert tilvik fyrir sig.

Hér hægra megin á síðunni má sjá yfirlit yfir viðburði á næstunni. Hafi mótaboð borist frá mótshöldurum er hægt að skoða það með því að smella á viðburðinn.

Skrifađ 13. mars, 2008
ALS