Keppnisáherslur í barna- og unglingaíþróttum

Reglulega í vetur hafa verið í boði á vegum ÍSÍ fróðlegir fyrirlestrar í hádeginu á föstudögum.

Næstkomandi föstudag, 14.mars, boðar Fræðslusvið ÍSÍ til hádegisfundar í E-sal Íþróttamiðstöðvarinnar í Laugardal kl. 12.00-13.00. Rolf Carlsson frá Svíþjóð mun fjalla um keppnisáherslur í barna- og unglingaíþróttum. Rolf er með frægari aðilum í Svíþjóð í þessum efnum og hefur gert athyglisverðar rannsóknir á þessu sviði. Fyrirlesturinn verður á ensku, er öllum opinn og er aðgangur ókeypis. Fyrirspurnir verða leyfðar að loknum fyrirlestrinum.

Nánari upplýsingar má fá hjá Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands.

Skrifað 12. mars, 2008
ALS