Myndir frá Íslandsmóti unglinga

Íslandsmót unglinga í badminton fór fram á Akureyri um síðustu helgi. Mótið gekk mjög vel fyrir sig en framkvæmd þess var í höndum BSÍ í samstarfi við Tennis- og badmintonfélag Akureyrar.

Myndir frá mótinu hafa nú verið settar inní myndasafnið hér á síðunni. Þar má finna bæði hópmyndir sem og myndir af verðlaunahöfum í einstökum flokkum. Smellið hér til að skoða flokkinn Íslandsmót unglinga. Einnig er hægt að smella hér og leita eftir myndum af leikmönnum með því slá nafn þeirra inní leitina.

Þeir sem eiga skemmtilegar myndir frá mótinu mega gjarnan senda þær til Badmintonsambandsins og þeim verður bætt við í myndasafnið. Hverri mynd þarf að fylgja texti um hvaða einstaklingar eru á myndinni.

 

 
Akureyri 2008. Þátttakendur í U11 (Snáðar og Snótir) með verðlaunin sín.

 

Snáðar og snótir með þátttökuverðlaun sín á Íslandsmóti unglinga 2008.
Skrifað 11. mars, 2008
ALS