BM Vallár mótiđ nćsta mót Stjörnumótarađarinnar

Næsta mótið á Stjörnumótaröð BSÍ er BM Vallármótið. Mótið er haldið af Badmintondeild KR og fer fram í KR heimilinu um næstu helgi. Keppni hefst kl. 13 á laugardag og kl. 10 á sunnudag. Keppt verður í Meistara-, A- og B-flokki í einliða-, tvíliða- og tvenndarleik. Nánari upplýsingar um mótið má finna með því að smella hér.

Reikna má með harðri keppni um helgina enda stutt í að mótaröðinni ljúki og hápunktur vetrarins Meistaramót Íslands fari fram. Þau Katrín Atladóttir og Atli Jóhannesson eru með nokkuð örugga forystu á mótaröðinni í meistaraflokki en í A-flokki eru það Kjartan Ágúst Valsson og Una Harðardóttir sem leiða keppnina. Smellið hér til að skoða nánari upplýsingar um Stjörnumótaröð BSÍ og stöðu leikmanna á Stjörnumótaraðarlistanum.

 

    Atli Jóhannesson       Katrín Atladóttir
Atli Jóhannesson og Katrín Atladóttir eru með forystu á Stjörnumótaröð BSÍ 
  

 

Skrifađ 10. mars, 2008
ALS