Íslandsmót unglinga - úrslit

Íslandsmóti unglinga í badminton lauk á Akureyri í dag. Mótið gekk mjög vel fyrir sig og var góð stemning í Íþróttahöllinni á Akureyri alla helgina.

Alls voru 153 leikmenn skráðir til leiks frá átta félögum: TBR (52), ÍA (32), TBS (22), UMFA (12), TBA (11), BH (10), UMSB (8) og Hamar (6).

Fjórir leikmenn náðu þeim frábæra árangri að verða þrefaldir Íslandsmeistarar en það voru þau Una Harðardóttir, ÍA, Kári Gunnarsson, TBR, María Árnadóttir, TBR, og Margrét Jóhannsdóttir, TBR. TBR-ingar unnu flesta Íslandsmeistaratitla á mótinu um helgina eða 25. Badmintonfélag Akranes kemur næst með sex titla og síðan Badmintonfélag Hafnarfjarðar með þrjá. Skagamenn áttu flesta sigurvegara í B-flokkum eða fjóra en næst koma TBR og TBS með tvo hvort félag og að lokum Hamar með einn. Lið Badmintonfélags Hafnarfjarðar var valið prúðasta lið mótsins.

 

Akureyri 2008. Þrefaldir Íslandsmeistarar. Kári Gunnarsson, María Árnadóttir, Margrét Jóhannsdóttir og Una Harðardóttir.

 

Lista yfir verðlaunahafa í einstökum flokkum má sjá hér að neðan. Smellið hér til að skoða nánari úrslit mótsins.

U11 - Snáðar og Snótir

Einliðaleikur Snáðar A
1. Kristófer Darri Finnsson, TBR
2. Davíð Bjarni Björnsson, TBR

Einliðaleikur Snáðar B
1. Elvar Már Sturlaugsson, ÍA
2. Ragnar Magni Sigurjónsson, UMSB

Einliðaleikur Snótir A
1. Alda Karen Jónsdóttir, ÍA
2. Emma Sofie Christiensen, TBR

Einliðaleikur Snótir B
1. Sif Þórisdóttir, TBS
2. Málfríður Anna Eiríksdóttir, TBR

U13 - Hnokkar og Tátur

Einliðaleikur Hnokkar A
1. Eyþór Andri Rúnarsson, TBR
2. Sigurður Sverrir Gunnarsson, TBR

Einliðaleikur Hnokkar B
1. Hrafn Örlygsson, TBS
2. Torfi Sigurðarson, TBS

Einliðaleikur Tátur A
1. Margrét Jóhannsdóttir, TBR
2. Sara Högnadóttir, TBR

Einliðaleikur Tátur B
1. Sædís Björk Jónsdóttir, TBR
2. Daníela Jóhannsdóttir, TBS

Tvíliðaleikur Hnokkar
1. Eyþór Andri Rúnarsson/Gunnar Bjarki Björnsson, TBR
2. Sigurður Sverrir Gunnarsson/Eiður Ísak Broddason, TBR

Tvíliðaleikur Tátur
1. Margrét Jóhannsdóttir/Sara Högnadóttir, TBR
2. Sigríður Árnadóttir/Jóna Hjartardóttir, TBR

Tvenndarleikur Hnokkar/Tátur
1. Gunnar Bjarki Björnsson/Margrét Jóhannsdóttir, TBR
2. Eyþór Andri Rúnarsson/Sigríður Árnadóttir, TBR

U15 - Sveinar og Meyjar

Einliðaleikur Sveinar A
1. Ólafur Örn Guðmundsson, BH
2. Kristinn Ingi Guðjónsson, BH

Einliðaleikur Sveinar B
1. Jóhannes Þorkelsson, ÍA
2. Marvin Þrastarson, ÍA

Einliðaleikur Meyjar A
1. María Árnadóttir, TBR
2. Elísabeth Christiensen, TBR

Einliðaleikur Meyjar B
1. Ösp Baldursdóttir, Hamar
2. Ísfold Grétarsdóttir, UMSB

Tvíliðaleikur Sveinar
1. Ólafur Örn Guðmundsson/Kristinn Ingi Guðjónsson, BH
2. Jóhannes Þorkelsson/Steinn Þorkelsson, ÍA

Tvíliðaleikur Meyjar
1. María Árnadóttir/Elísabeth Christiensen, TBR
2. Hulda Lilja Hannesdóttir/Karólína Pétursdóttir, TBR

Tvenndarleikur Sveinar/Meyjar
1. Thomas Þór Thomsen/María Árnadóttir, TBR
2. Ólafur Örn Guðmundsson/Bjarndís Helga Blöndal, BH/Hamar

U17 - Drengir og Telpur

Einliðaleikur Drengir A
1. Kári Gunnarsson, TBR
2. Egill Guðlaugsson, ÍA

Einliðaleikur Drengir B
1. Eiríkur Bergmann Henn, ÍA
2. Halldór Reynisson, ÍA

Einliðaleikur Telpur A
1. Rakel Jóhannesdóttir, TBR
2. Sunna Ösp Runólfsdóttir, TBR

Einliðaleikur Telpur B
1. Erla Karitas Pétursdóttir, ÍA
2. Dagný Ágústsdóttir, UMFA

Tvíliðaleikur Drengir
1. Jónas Baldursson/Kjartan Pálsson, TBR
2. Aron Ármann Jónsson/Nökkvi Rúnarssson, TBR

Tvíliðaleikur Telpur
1. Elín Þóra Elíasdóttir/Rakel Jóhannesdóttir, TBR
2. Sunna Ösp Runólfsdóttir/Berta Sandholt, TBR

Tvenndarleikur Drengir/Telpur
1. Kári Gunnarsson/Sunna Ösp Runólfsdóttir, TBR
2. Jóhann Felix Jónsson/Rakel Jóhannesdóttir, TBR

U19 - Piltar og Stúlkur

Einliðaleikur Piltar A
1. Borgar Heimirson, TBR
2. Róbert Þór Henn, ÍA

Einliðaleikur Piltar B
1. Ívar Oddsson, TBR
2. Eyþór Gylfason, TBA

Einliðaleikur Stúlkur A
1. Una Harðardóttir, ÍA
2. Katrín Stefánsdóttir, TBR

Tvíliðaleikur Piltar
1. Kári Gunnarsson/Borgar Heimirson, TBR
2. Heiðar Bergmann Sigurjónsson/Róbert Þór Henn, BH/ÍA

Tvíliðaleikur Stúlkur
1. Karitas Eva Jónsdóttir/Una Harðardóttir, ÍA
2. Katrín Stefánsdóttir/Sigrún María Valsdóttir, TBR/BH

Tvenndarleikur Piltar/Stúlkur
1. Róbert Þór Henn/Una Harðardóttir, ÍA
2. Borgar Heimirson/Katrín Stefánsdóttir, TBR

 

Akureyri 2008. Íslandsmeistarar unglinga.

Í myndasafninu hér á síðunni má finna fleiri myndir frá mótinu.

Skrifað 9. mars, 2008
ALS