Íslandsmót unglinga – annar dagur

Íslandsmót unglinga fer fram á Akureyri nú um helgina. Annar dagur mótsins var í dag þar sem leikið var fram í úrslit í öllum greinum. Keppni hófst klukkan níu í morgun og leikið var fram á kvöld.

Á Íslandsmótum virðast alltaf vera auka spenna í leikmönnum enda vilja allir verða Íslandsmeistarar. Í flestum greinum voru það þeir einstaklingar og pör sem eru raðaðir sem komust í úrslit en í einhverjum tilvikum var um óvænt úrslit að ræða.

Smellið hér til að skoða úrslit dagsins.

 

Akureyri 2008. TBS

 

Skrifað 8. mars, 2008
ALS