Ragna meiddist í Króatíu

Íslandsmeistarinn Ragna Ingólfsdóttir hóf keppni á alþjóðlega badmintonmótinu Croatian International í hádeginu í dag. Hún mætti í fyrstu umferð Kristina Ludikova frá Tékklandi.

Í annari lotunni gegn Kristinu snéri Ragna sig og varð að gefa leikinn. Kælandi og bólgueyðandi meðferð verður notuð þar til Ragna kemst heim í meðferð hjá sínum læknum og sjúkraþjálfurum. Ekki er talið að um mjög alvarleg meiðsli sé að ræða en líklegt er þó talið að Ragna þurfi að fækka eitthvað mótum á næstunni og leggja áherslu á að byggja sig upp fyrir Evrópumótið í apríl. Staða mála ætti að skýrast betur þegar bólgan hjaðnar og Ragna hefur hitt sjúkraþjálfara sinn.

 

Ragna Ingólfsdóttir

 

Skrifađ 7. mars, 2008
ALS