Íslandsmót unglinga um næstu helgi

Um næstu helgi fer fram á Akureyri Íslandsmót unglinga í badminton í samstarfi við Tennis- og badmintonfélag Akureyrar (TBA). Mótið fer fram í Íþróttahöllinni á Akureyri.

Alls eru 153 leikmenn frá átta félögum skráðir til keppni. Að þessu sinni er fyrirkomulag keppninnar þannig að allir leikmenn keppa í A-flokki en þeir sem tapa fyrsta leik fara í B-flokk. Keppt er í öllum flokkum unglinga þ.e. U11, U13, U15, U17 og U19. Smellið hér til að skoða niðurröðun og tímasetningar mótsins.

Keppni hefst kl. 16.00 á föstudag og áætlað er að keppni ljúki um kl. 21. Á laugardeginum hefst keppni kl. 9.00. Eftir að keppni lýkur eða um kl. 19.00 verður hægt að kaupa sér aðgang að pizzaveislu á vegum TBA og síðan verður kvöldvaka fyrir alla keppendur í kjölfarið. Á sunnudeginum fara úrslitaleikir mótsins fram. Keppni hefst kl.9.00 og er áætlað að henni ljúki um kl.14.

 

Íslandsmeistarar á mótinu í Hafnarfirði

Á myndinni hér að ofan má sjá þá leikmenn sem urðu Íslandsmeistarar unglinga 2007 en þá fór mótið fram í Hafnarfirði. Hér má skoða úrslit í flokkum U11-U15 og hér í flokkum U17-U19 á Íslandsmótinu 2007.

Skrifað 4. mars, 2008
ALS