Síđasti skráningardagur í Haustmót TBR

Haustmót TBR verður haldið í TBR-húsum laugardaginn 13. október n.k. og hefst keppni kl. 10.00. Keppt verður með MEÐ FORGJÖF í einliða-, tvíliða- og tvenndarleik. Þeir sem tapa fyrsta leik fara í aukaflokk.

Mótið er eina mótið á mótaskrá Badmintonsambandsins þar sem keppt er með forgjöf. Yngri leikmenn í A og B flokkum geta því auðveldlega lent á móti meistaraflokksleikmönnum í þessu móti sem getur verið mjög skemmtilegt. Bestu leikmennirnir eru oft að hefja leik með 15 stig í mínus og yngri og óreyndari leikmenn jafnvel með 15 stig í plús.

Síðasti skráningardagur í mótið er í dag mánudaginn 8.október. Nánari upplýsingar um mótið má fá með því að smella hér eða á heimasíðu TBR www.tbr.is.

Skrifađ 8. oktober, 2007
ALS