Magnús Ingi þrefaldur Reykjavíkurmeistari

Meistaramót Reykjavíkur fór fram í TBR húsunum um helgina. Sigurvegarar í meistaraflokki í einliðaleik urðu þau Magnús Ingi Helgason og Sara Jónsdóttir úr TBR. Magnús Ingi sigraði Helga Jóhannesson TBR í þremur lotum, 16-21, 21-14 og 21-18. Sara sigraði Tinnu Helgadóttir TBR í tveimur lotum, 21-15 og 21-17.

Í tvíliðaleik í meistaraflokki karla sigruðu þeir Magnús Ingi og Helgi Jóhannesson þá Brodda Kristjánsson og Þorstein Pál Hængsson TBR 21-12 og 21-10. Hjá konunum voru það svo Sara Jónsdóttir og Tinna Helgadóttir sem sigruðu Halldóru Jóhannsdóttir og Katrínu Atladóttir TBR 21-10 og 21-14.

Í tvenndarleik í meistaraflokki sigruðu svo systkinin Magnús Ingi og Tinna Helgabörn þau Atla Jóhannesson og Katrínu Atladóttir 21-12 og 21-16.

Önnur úrslit urðu sem hér segir;

A flokkur.
Einliðaleikur karla: Indriði Björnsson TBR sigraði Sigurð Harðarson ÍA, 21-12 og 21-12.
Einliðaleikur kvenna: Rakel Jóhannesdóttir TBR sigraði Ylfu Rún Sigurðardóttir TBR, 21-7 og 21-8.
Tvíliðaleikur karla: Frímann Ari Ferdinandsson og Kristján Daníelsson BH sigruðu Kjartan Ágúst Valsson og Tómas Björn Guðmundsson BH, 23-21 og 21-16.
Tvíliðaleikur kvenna: Eva Petersen og Áslaug Jónsdóttir TBR sigruðu Jóhönnu Jóhannsdóttir og Ylfu Rún Sigurðardóttir, 21-14 og 21-7.
Tvenndarleikur: Jón Tryggvi Jóhannsson og Áslaug Jónsdóttir TBR sigruðu Jóhann Felix Jónsson og Rakel Jóhannesdóttir TBR, 21-15 og 21-13.

B flokkur.
Einliðaleikur karla: Thomas Thomsen sigraði Ólaf Örn Guðmundsson, 23-21 og 21-18.
Einliðaleikur kvenna: Erla Pétursdóttir sigraði Írenu Jónsdóttir, 19-21, 21-11 og 21-10.
Tvíliðaleikur karla: Egill Þór Magnússon og Snorri Hreggviðsson sigruðu Halldór Inga Blöndal og Ólaf Örn Guðmundsson, 21-8 og 21-18.
Tvíliðaleikur kvenna: Elísabet Christiansen og María Árnadóttir TBR sigruðu Erlu Pétursdóttir og Írenu Jónsdóttir, 21-19, 16-21 og 21-13.
Tvenndarleikur: Thomas Thomsen og María Árnadóttir TBR sigruðu Gunnar Bjarka Björnsson og Margréti Jóhannsdóttir TBR, 21-10 og 21-19.

Skrifað 26. febrúar, 2008
SGB