Ragna hefur lokið keppni

Íslandsmeistarinn Ragna Ingólfsdóttir beið lægri hlut í undanúrslitum fyrir hinni kínversku Xi Zhang nú seinni partinn í dag í tveimur lotum. Litlu munaði að Ragna næði að vinna fyrstu lotuna en Xi Zhang hafði hana 22-20. Seinni lotan fór svo 21-15 fyrir þeirri kínversku.

Leikið verður til úrslita á Austrian International á morgun laugardag og mætir Xi Zhang hinni finnsku Anu Nieminen. Anu er sterkasta einliðaleikskona Finna og er hún í 43 sæti á heimslistanum og númer 15 í Evrópu.

Skrifað 22. febrúar, 2008
SGB