Ragna komin í 4ra liða úrslit

Íslandsmeistarinn Ragna Ingólfsdóttir er komin í fjögra liða úrslit á alþjóðlega badmintonmótinu Austrian International Championship sem fram fer í Vínarborg nú um helgina.

Í átta liða úrslitum í morgun mætti Ragna Emelie Lennartsson frá Svíþjóð sem er númer 109 á heimslistanum. Emelie er önnur sterkasta einliðaleikskona Svíþjóðar. Ragna hafði yfirhöndina allan tímann og sigraði örugglega í tveimur lotum 21-12 og 21-9. Þess má geta að á Iceland Express mótinu sem haldið var hér á landinu í nóvember beið Emelie lægri hlut fyrir Tinnu Helgadóttur.

Í fjögra liða úrslitum sem eru spiluð seinna í dag mætir Ragna Xi Zhang frá Kína. Xi Zhang hefur lítið verið að taka þátt í alþjóðlegum mótum og er ekki á heimslistanum. Ljóst er að hér er á ferðinni sterk badmintonkona.

Leikur Rögnu og Xi Zhang hefst í dag kl. 15:45 að íslenskum tíma.

Smellið hér til að fylgjast með gangi mála á Austrian International.

Skrifað 22. febrúar, 2008
SGB