Ragna sigrađi í fyrstu umferđ í Austurríki

Alþjóðlega badmintonmótið Austrian International Championships fer fram í Vínarborg um helgina. Mótið er hluti af Evrópumótaröðinni og gefur stig á heimslista Alþjóða Badmintonsambandsins.

Fyrstu umferð í einliðaleik kvenna var að ljúka rétt í þessu þar sem Íslandsmeistarinn Ragna Ingólfsdóttir sigraði andstæðing sinn nokkuð örugglega. Akvile Stapusaityte frá Litháen sem er númer 109 á heimslistanum átti ekki mikinn möguleika gegn sterkri Rögnu sem sigraði 21-10 og 21-18.

Í annari umferð mætir Ragna Tatjana Bibik frá Rússlandi. Sú rússneska er númer 108 á heimslistanum og hefur náð ágætis árangri á alþjóðlegum mótum undanfarið. Hún varð meðal annars í öðru sæti á Opna Pólska og komst í undanúrslit á sterku móti í Rússlandi í fyrra. Þrátt fyrir mun betri heimslistastöðu Rögnu er ljóst að hér er um mjög sterkan andstæðing að ræða. Leikur Rögnu gegn Tatjönu hefst kl. 18.15 að íslenskum tíma.

Smellið hér til að skoða heimasíðu mótsins og hér til að skoða niðurröðun og tímasetningar. Hægt er að fylgjast með gangi mála á mótinu beint með því að smella á "livescore" efst í hægra horni síðunnar.

 

Ragna Ingólfsdóttir

 

Skrifađ 21. febrúar, 2008
ALS