Austuríska opna hefst í dag

Alþjóðlega badmintonmótið Austrian International Championships hefst í Vínarborg í dag. Mótið er hluti af Evrópumótaröðinni og gefur stig á heimslista Alþjóða Badmintonsambandsins.

Íslandsmeistarinn Ragna Ingólfsdóttir er meðal keppenda á mótinu en hún hefur þó ekki keppni fyrr en á morgun því undankeppni mótsins fer fram í dag. Ragna er með fjórðu röðun á mótinu og því talin líkleg til að komast í það minnsta í undanúrslit. Í fyrstu umferð mætir Ragna Akvile Stapusaityte frá Litháen. Akvile er númer 109 á heimslistanum en Ragna er númer 56. Leikurinn fer fram á morgun fimmtudag kl. 11.30 að íslenskum tíma.

Smellið hér til að skoða heimasíðu mótsins og hér til að skoða niðurröðun og tímasetningar.

 

Ragna Ingólfsdóttir

 

Skrifað 20. febrúar, 2008
ALS